BrunavarnirSudurnesja

NEYÐARNÚMER 112
Frá afhendingu bangsana í dag.

Kiwanis bangsar í sjúkrabílana

Í dag komu Kiwanisfólk færandi hendi á slökkvistöðina.  Voru þau með í för fjölda Bangsa sem afhenda átti sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja.  Hafa sjúkraflutningsmenn getað gefið yngri skjólstæðingum okkar bangsa við erfiðar aðstæður í...

FLEIRI FRÉTTIR

Er rafmagnið í lagi?

Gætið þess að ekki stafi hætta af rafbúnaði, raflögnum og raftækjum. Reglulega þarf að fá kunnáttumann til þess að hreinsa ló og ryk úr tækjum, til dæmis sjónvarpstækjum og tauþurrkurum. Skipta þarf um síur í eldhúsviftum áður en of mikil fita safnast fyrir í þeim. Einnig þarf að hreinsa fitu úr lögn ef loftun er frá viftu út úr húsi. Lekastraumsliði ætti að vera í öllum húsum en skylt er að hafa hann í timburhúsum.

Farið varlega

Farið gætilega með opinn eld og hafið ávallt aðgang að slökkvibúnaði þegar um slíkt er að ræða (kertaskreytingar o.fl.) Á hverju heimili þarf að útbúa rýmingaráætlun og æfa hana. Áætlunin getur komið sér vel ef eldsvoða eða aðra vá ber að höndum. Upplýsingarnar hér á síðunni eru alls ekki tæmandi. Starfsmenn eldvarnareftirlitsins eru tilbúnir að leiðbeina enn frekar ef þörf krefur.

Finnlandsferð 2016

FLEIRI MYNDIR