112

Stjórnun BS

Rekstraraðilar BS.
Þann 1.janúar 2015 var rekstri Brunavarna Suðurnesja breytt í Brunavarnir Suðurnesja bs. Er byggðasamlagið stofnað með heimild í 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eru eftirfarandi sveitarfélög stofnendur byggðasamlagsins: Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar og Sandgerðisbær( Nú Suðurnesjabæ)

Þann 16. júlí 2018 varð breyting á stjórn BS og er hún nú eftirfarandi:
Stjórn Brunavarna Suðurnesja 2018-2022
Friðjón Einarsson aðalfulltrúi Reykjanesbær, formaður (fridjon@mitt.is)
Birgir Örn Ólafsson aðalfulltrúi Sveitarfélagið Vogar, varaformaður (birgiro@vogar.is)
Andri Örn Víðisson  aðalfulltrúi Reykjanesbær, meðstjórnandi (andri.vidisson@gmail.com)
Trausti Arngrímsson aðalfulltrúi Reykjanesbær, meðstjórnandi (traustiarngrims@gmail.com)
Haraldur Helgason aðalfulltrúi Suðurnesjabær, meðstjórndandi (haraldur.helgason.hh@gmail.com)

Varamenn í stjórn Brunavarna Suðurnesja 2018-2022

Ingþór Guðmundsson varafulltrúi Sveitarfélagið Vogar

Starfsvið skipulag og stjórnun
Skipurit BS tók gildi þann 1. október 1996, sjá Skipulag, og sýnir stjórnsýslu BS.

Samtvinnun er í ýmsum verkþáttum æðsta stjórnstigs, þ.e. milli Slökkviliðsstjóra og Varaslökkviliðsstjóra BS, þó eru verkaskipti nokkuð skýr. Slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri vinna dagvinnu og skipta með sér bakvöktum, auk tveggja annara og viku í senn.. Verksvið slökkviliðsstjóra felst aðallega í daglegri umsýslu varðliðs, rekstur, stefnumótun og skipulagsvinnu. Varaslökkviliðsstjóri er yfirmaður eldvarnareftirlits og fer með stefnumótun og skipulagningu á verkefnum eldvarnareftirlits þe. allar skoðanir, fræðslu og forvarnarstörf.

Staða deildarstjóra/ þjálfunarstjóra, sem þó eru ekki aukið stöðugildi, er falin meiri ábyrgð. Deildarstjóri er staðgengill varaslökkviliðsstjóra en annars gegnir hann stöðu deildarstjóra yfir vöktum.  Er hans megin hlutverk að skipuleggja vaktir auk skipulagningar á   sumar- og vetrarfríum starfsmanna. Hann skipuleggur störf vakta auk þess að sjá um að rekstur alls búnaðar og skráningu á þeim auk viðhalds.    Brunavarnir Suðurnesja er fyrsta íslenska slökkviliðið sem skilgreinir slíka stöðu í skipurit, þ.e. þjálfunarstjóra.

Síðan 1996, hafa sex þjálfunarstjórar gengt þessari stöðu. Reynslan sýnir að BS hefur náð fram betra skipulagi og meiri skilvirkni á flestum verkþáttum, sem lýsir sér í auknum árangri og meiri hagkvæmni. Væntum við þess að staða þjálfunarstjóra auki enn frekar gæði þjálfunar og æfingar verði markvissari og skilvirkari. Þess má geta að önnur slökkvilið hafa áhuga á þessu fyrirkomulagi.

Breytinga var samþykkt á skipuritinu árið 2007 og voru Aðstoðarvarðstjórar ráðnir úr hópi undirmanna.

Stjórnskipulag og ábyrgðir
Stjórnun á liðinu byggir er á amerísku stjórnkerfi sem kallast Incident Command System, eða ICS. Kerfið skilgreinir nokkuð nákvæmlega ábyrgð og hlutverk stjórnenda. Skiðulagið miðar að stærðareining sé 1:6, eða einn stjórnandi er yfir fimm mönnum eða einingum, og eins og sést á skipuriti BS, er Slökkviliðsstjóri með fimm stjórneiningar undir, þ.e. eldvarnareftirlit og fjórar vaktir/hópa undir stjórn varðstjóra. Varðstjórar eru með 8-9 undirmenn þ.e. 5 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og 3 -4 slökkviliðsmenn úr varaliði. Stjórnskipulagið hefur góða stækkunarmöguleika og reynist BS vel.

Samskipti og fundir
Verklag og dagleg störf starfsmanna eru forskrifuð. Hver vikudagur hefur ákveðnar verkskyldur og í upphafi hverrar vaktasyrpu er farið yfir hvaða sérverk liggja fyrir. Á hverjum vaktaskiptum eru verkstöðufundir með fráfarandi varðstjóra, komandi varðstjóra, og deildarstjóra. Þar kemur fram ástand á bílum og búnaði, sérstök útköll, verkstaða á verkefnum sem unnið hefur verið að og hvað er framundan. Að auki er rætt um sérstök málefni s.s. boð frá öryggiskerfum og afbrigðileg útköll.

Varðstjórafundir eru tvennskonar formlegir og óformlegir og haldnir þrisvar á ári. Formlegir eru með boðaðri dagskrá og fundargerð. Varðstjóri fer síðan yfir fundinn á næstu skipulögðu vakt með undirmönnum um  hvað fram fór á fundinum.

Í lok stórbruna eða stóraðgerða eru haldnir fundir til að fara yfir það sem vel var gert og það sem miður var í verkferlunum.  Þá er sérstakur gaumur gefin þeim sem lenda í erfiðum sjúkraflutningum og farið í ákveðið ferli ef þurfa þykir.

Starfsmannafundir eru haldnir þegar þörf þykir og að ósk trúnaðarmanns, þó aldrei sjaldnar en einu sinni á ári.

Starfsþróunarviðtöl hafa verið framkvæmd við góða raun.

Vaktafyrirkomulag
Fjórar vaktir skipta með sér sólarhringsvakt, 12 tíma hver. 5 -6  slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru á vakt 24 tíma alla daga ársins. Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðstjóri, deildarstjóri og verkefnastjóri skipta með sér bakvöktum stjórnenda alla daga ársins til að tryggja viðbrögð í stjórnun og ákvarðanatöku í afbrigðilegum tilfellum sem upp kunna að koma. Er hver á bakvakt í viku í senn.

Slökkvilið BS annast alla sjúkraflutninga á Suðurnesjum, utan Grindavíkur. Til þess eru fjórir vel útbúnir sjúkrabílar í eigu Rauða Kross Íslands staðsettir hjá Brunavörnum Suðurnesja. Slökkviliði B.S. er falinn umsjón þeirra og rekstur mannhalds, samkvæmt samning við Sjúkratryggingar Íslands.