112

Starfsmannamál

Almennt um ráðningu:
Ráðning í slökkvilið BS byggir á ákvæðum 8. greinar Reglugerðar "um Brunamálaskólann, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna", að auki skal umsækjandi leggja fram sakarvottorð. Ráðningarferli BS byggir á að uppfylla inntökuskilyrðin og að öllu venju hefst starfsferill í varaliði með því að ljúka 80 kennslustunda fornámi í slökkviliðsfræðum.   Að loknum reynslutíma, geta slökkviliðsmenn varaliðs sótt um afleysingar í fastaliði og fengið þá tilskylda menntun sbr. reglugerð.

Árlega fara slökkviliðsmenn BS í læknisskoðun og að henni lokinni þreyta þeir þol og styrktarpróf.