112

Slökkvitækni

Bílar og Búnaður
Við gildistöku nýrra laga nr. 75/2000, um brunamál  og mengunarvarnir, sem tóku gildi 1. janúar 2001, eru verkskyldur slökkviliða á landinu stóraukin.  Markmið þessara laga er að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir með því að tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi.  Lögin kveða á um að á hverju starfsvæði slökkviliða skuli tryggja að slökkviliðið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin  með lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Undanfarin þrjú ár hefur staðið yfir mikil uppbygging á tækjum og búnaði Slökkviliðs BS.   Allur útkallsbúnaður, þ.e. forgangsbúnaður, hefur verið endurskipulagður og endurnýjaður.  Má þar helst nefna nýjan öflugan "A" slökkviliðsbíll árgerð 2001.   Að auki varð veruleg viðbót í tækjaflota BS með kaupum á notuðum körfubíl frá Svíþjóð og nýjum "B" björgunar- og slökkviliðsbíll og nú árið 2003 var keyptur nýr notaður tankbíll.

Nýja "B" slökkviliðsbifreiðin er mikil viðbót í tækjaflota BS.  Tegundin er Ford 550 XLT / 4x4 með 230 hestafla dísel vél.  Bifreiðin er yfirbyggð af Reosenbauer í Noregi, með rými fyrir fimm menn þar af tvö sæti fyrir reykkafara með innbyggðum reykköfunartækjum. Fullkominn nýr vökvadrifinn björgunarbúnaður, sem samanstendur af klippum, glennum, tjökkum og ýmsum örðum búnaði til að ná fastklemmdur fólki úr bílflökum er í bifreiðinni.  Þá er öflug slökkviliðsdæla í bifreiðinni bæði háþrýst og lágþrýst.  Dælutegundin er NH20 frá Rosenbauer, dælu afköst eru: 2000 l/m @ 10 bar og 115 l/m @ 40 bar.  Mæling miðar við 3 metra soghæð.  Vatnstankur  bifreiðarinnar rúmar 850 lítra ásamt 50 lítra froðu/léttvatnstank.  Loftdrifið ljósamastur, fimm tonna rafmangsspil með festingum og tengingum að framan og aftan og fl.   Sjá nánar um búnað í meðfylgjandi gögnum.