112

Hlutverk

Lög um brunavarnir nr. 75 frá 23. maí 2000, kveða á um ábyrgðir og skyldur sveitarstjórna um brunamál þ.e. starfssemi slökkviliða, eldvarnareftirlit og forvarnir, fræðslu og ráðgjöf.  Brunavarnir Suðurnesja (BS) starfa samkvæmt ákvæðum sem og lögskýringum þessara laga og samþykktum um viðbragðs- og neyðarþjónustu í bráðatilfellum.

Helstu verkefnaskyldur eru:

  • Brunavarnir og eldvarnareftirlit með mannvirkjum.  Yfirferð teikninga og ráðgjöf.  Forvarnir og fræðsla fyrir almenning.
  • Slökkviliðs-og björgunarstörf, viðbrögð við bráðatilfellum og mengunaróhöppum.
  • Samningur um sjúkraflutningaþjónustur er milli BS og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.  Undir sjúkraflutninga falla almennir sjúkraflutningar, neyðarflutningar og öll slysa- og bráðaþjónusta. Alþjóðaflugvöllur á svæðinu krefst sértækra verkferla í sjúkraflutningaþjónustu.
  • Björgunar og klippuvinna vegna umferðaróhappa og slysa.
  • Viðbrögð við vatnslekum, dælingum og öðru sambærilegu þegar þörf krefur.
  • Samstarf er við önnur björgunarlið; má þar helst nefna samstarf við Björgunarsveitina Suðurnes um stofnun Neyðarsveitar BS á árinu 2001.  Markmið með stofnun sveitarinnar er að koma upp búnaði og öflugu mannhaldi til að bregðast við hópslysum til dæmis rútuslysi á Reykjanesbraut, flugslysi eða öðru álíka sem krefst aukins búnaðar og sérþekkingar í bráða-og slysahjálp.  
  • Hlutverk BS er mikið í Almannavörnum.
  • Samningur er við aðila í öryggisþjónustu þ.e. um viðbragð við boðun frá öryggiskerfum.  Um er að ræða viðbragð við boðun á bruna-, þjófa- og öryggiskerfum sem og neyðarhnöppum.