112

Starfssvæði BS

Starfssvæði Brunavarna Suðurnesja bs. nær frá Hvassahrauni, n.t.t. sunnan Virkishóla um öll  Suðurnes að Reykjanestá utan Grindavíkur, um Seltjörn, og Flugverndarsvæði innan Keflavíkurflugvallar á Suðurnesjum.   Samvinna er við Flugvallarþjónustuna á Keflavíkurflugvelli, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins,  Slökkvilið Grindavíkur, Slökkvilið Borgarbyggðar og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar  en þrjú þau síðastnefndu eru útkallsslökkvilið.

 

Starfsvettvangur BS bs.
Samkvæmt upplýsingum Hagstofu 1.janúar 2016 var fjöldi íbúa á svæðinu 22.509. (sjá eftirfarandi töflu um skiptingu og fjarlægð frá slökkvistöð BS).

Fjöldi íbúa á svæði slökkviliðsins var 19.383 þ.e. í Reykjanesbæ, Sveitafélaginu Garði, Sandgerðisbæ og Sveitafélaginu Vogum, en Grindavík rekur útkallsslökkvilið. Fjöldi íbúa í Grindavík er 3126, en Slökkvilið BS bs. annast sjúkraflutninga  á Suðurnesjum utan Grindavíkur.  Áætlaður fjöldi íbúðarhúsnæðis á svæði BS er rúmlega 8100.  Að auki eru margvísleg iðnaðarhúsnæði af misjöfnum stærðum, en þó ber mest á iðnaðarhúsnæði fyrir smærri iðnað svo sem verkstæði af ýmsum toga, sem og fiskvinnslu- og fiskverkunarhúsum af ýmsum stærðum.  Alþjóðaflugvöllur er á Suðurnesjum og fylgja því stórar byggingar eins og flugskýli og að sjálfsögðu flugstöðin sjálf. Áætlað er að  farþegar  um Flugstöð LE árið 2016 verði um 6,6 milljónir og þar af komium  um það bil rúmlega milljón farþegar inn í landið.  Miklir þungaflutningar eru um svæðið og í tengslum við flugvöllinn.  Suðurnes er mikill ferðamannastaður og má þar nefna að fjöldi heimsókna í  baðhús Bláa lónsins árið 2015 var  919 þús.

Eftirfarandi sýnir skiptingu íbúa á þjónustusvæðinu og lengstu vegalengdir frá slökkviliðsstöð BS.

Staður Íbúafjöldi í 1.janúar 2016 Lengsta vegalend
Flugstöð L.E. Alþjóðaflugvöllur Yfir 6 millj. farþega fóru um flugvöllinn á árinu. 2,5 km.
Reykjanesbær 15.303 íbúar 8 km.
Sandgerði, Miðneshr. 1.577 íbúar 9 km.
Hvalsnes um Sandgerði strjálbýli 15 km.
Reykjanestá um Hafnir strjálbýli / iðnaður 21 km.
Sv. - Garður 1.425 íbúar 10 km.
Grindavík 3.126 íbúar 24 km.
Sv.- Vogar og  Vatnsleysuströnd 1.148 íbúar 18 km.
Hvassahraun, Straumsvík strjálbýli / sumarbústaðir 28 km.
Samantekt:
Alls á svæði BS 19.383 íbúar 28 km.
Alls Grindavík  3126  íbúar 24 km
Samtals fjöldi á Suðurnesjum 22.509 íbúar 28 km.