112

Æfinga- & Þjálfunarmál

Mannauður slökkviliða þ.e. færni og hæfni slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna, er einn af  megin gildum til árangurs viðbragðsaðila í erfiðum og afbrigðilegum útköllum.  Því er þjálfun einn af verkþáttum viðbragðsaðila sem stöðugt verður að vera í þróun.  Nýbreytni og aðlögunarhæfni er því mjög mikilvægur eiginleiki starfseiningar. Markmið með þjálfunaráætlun B.S. er að viðhalda og auka menntun og hæfni slökkviliðsins til að takast á við verkskyldur og óvæntar uppákomur.  
Þjálfun er mjög umfangsmikið verksvið hjá BS.  Þjónustuþættir BS eru margir og símenntun því umfangsmikil; því þarf gott skipulag til að viðhalda kunnáttu, bæði verklegri og bóklegri. Ekki verður tíundaður hver æfingartími BS né kostnaður í þessari skýrslu heldur er gerð grein fyrir fyrirkomulaginu og umfanginu í heild sinni.

Undanfarin áratug, þ.e. frá árinu 1997 til ársins 2012, hefur BS  haldið mjög reglubundnar æfingar.  Þjálfunarstjóri gerir þjálfunaráætlun fyrir árið og er hún kynnt á varðstjórafundum þar sem stjórnendum gefst kostur á að koma fram með óskir og tillögur að breytingum.    Að endingu er áætlunin samþykkt og send til starfsmanna BS, þar sem fram koma tímasetningar og hvað skuli æft.  Á s.l. ári voru þjálfunartímar hjá BS samtals 2.324 manntímar, sem gerir að meðaltali um 90 þjálfunartímar á hvern einstakling, en auðvitað voru sumir sem æfðu meira en aðrir og gefur þessi tala því ekki alveg rétta mynd af hvað marga manntíma hver er að æfa.

Símenntun og þjálfun
Símenntun BS byggir á vikulegum og mánaðarlegum æfingum. Lögð er áhersla á að viðhalda  bóklegri og verklegri þekkingu sem menn hafa þegar öðlast í námi sjúkraflutninga- og brunamálaskólanum.  Árlega eru haldnar um tólf 4-6 klukkustunda æfingar með öllu liðinu, eða samtals um 60 æfingastundir fyrir hvern einstakling.  Slíkar æfingar byggja á að æfa sem flesta verkþætti liðsins samtímis og samspil verkþátta og liðsheildarinnar. Að auki er einn þjálfunardagur í viku hverri þar sem lögð er áhersla á að æfa vaktina og/eða hópinn samann í umfangsminni verkþáttum t.d. umfangsminni reykköfun, endurlífgun, meðferð á stigum, dæling og fl.  Þessar æfingar eru framkvæmdar í vinnutíma og geta útköll raskað skipulagi vaktarinnar.  Í hverjum mánuði tekur áætlunin fyrir ný atriði og þema sem tengjast ýmist slökkviliðsstörfum eða sjúkraflutningum eða annað sbr. verkþætti BS.  Lögð er áhersla á að hver hópur ljúki þema mánaðarins. 

Með þessu fyrirkomulagi er hver starfsmaður að fá að meðaltali um 120 æfingastundir í símenntun/þjálfun á ári, auk sérstakra námskeiða.

Sérstök námskeið
Sérstök námskeið flokkast undir lengri og umfangsmeiri námskeið sem haldinn eru af viðurkenndri menntastofnun eins og Brunamálaskólanum, Sjúkraflutningaskólanum eða í samstarfi við erlend menntunarsamtök. Brunamálaskólinn kennir allt sem viðkemur slökkviliðsþættinum; má þar helst nefna 540 kennslustunda atvinnumannanámskeið fyrir slökkviliðsmenn í aðalstarfi, og er það kennt af atvinnuslökkviliðunum í samstarfi við Brunamálaskólann.  Stjórnandanámskeið, sem er 120 klst. nám, eru haldin árlega í samstarfi við erlenda brunamálaskóla og oft haldin að hluta til hér og erlendis.  Fornám slökkviliðsmanna  er 80. kennslustunda nám og er umsýsla, skipulag og kennsla á ábyrgð slökkviliðana, fornám gefur nýliðum réttindi til að starfa og reykkafa með fullnuma slökkviliðsmanni. Í Sjúkraflutningaskólanum er kennt allt sem viðkemur sjúkraflutningum s.s. grunnnám í sjúkraflutningum sem er 128 kennslustunda nám, bæði bókleg og verkleg kennsla ásamt starfsþjálfun.  Námskeið í Neyðarflutningum er 317 kennslustunda nám bæði bókleg og verkleg kennsla ásamt starfsþjálfun.  Að auki er í boði umfangsminni námskeið t.d. sérhæfð endurlífgun (ALS), sérhæfð endurlífgun barna (PALS), meðhöndlun og flutningur slasaðra (BTLS) og ýmis önnur námskeið.

Eftirfarandi sýnir að slökkvilið BS er í fararbroddi í menntunarmálum, eins og fram kemur í eftirfarandi töflu um sérstök námskeið.

Ár Sérstök námskeið, námskeiðslýsing.
Tímabilið 1997 til 2000
Staður/
kennarar
Fjöldi kennslust.
1996/1997 2 ljúka námsk. Eldvarnareftirlit I og II Brunamálst 2 vikur
1997/1998 Tíu slökkviliðsmenn ljúka 260 klukkustunda námskeiði í Neyðarflutningum.  (Fyrsta landsbyggðarslökkviliðið.) Haldið í Reykjanesb./
Sjúkraflutninga- skóli RKÍ.
260 kennslust.
6 vikur
1997/1998 Tveir ljúka stjórnenda námskeiði í Sandö í Svíþjóð Reykjavík/
Sandö.
110 kennslust.
(2 vikur)
1998/1999 Átta slökkviliðsmenn frá BS ljúka 
tveim námskeiðum  Slökkviliðliðs-maður I sem haldið var í Reykjanesbæ í samstarfi við atvinnuslökkviliðin fyrir brunamálaskólann.
Haldið í Reykjanesb./
Kennarar frá BS
og Brunamálask.
120 kennslust. (2. vikur)
1999 Tveir á varðstjóranámskeið í Sandö í Svíþjóð Reykjavík/
Sandö
110 kennslust.
(2 vikur)
1999 Sex slökkviliðsmenn frá BS ljúka 
Slökkviliðliðsmaður II sem haldið var á Akureyri í samstarfi við atvinnuslökkviliðin fyrir brunamálaskólann.
Haldið á Akureyri./
Kennarar frá SA, BS og
og Brunamálask.
120 kennslust. (2. vikur)
1998 Tveir til Pittsburg Bráðaþjónusta.
Verklegar æfingar  með neyðarsveitum og á Sjúkrah. í Pittsburg -þyrlusveit slökkvil. og fl.
Pittsburg 21 dagur.
4 vikur
1999/2000 6 slökkviliðsmenn ljúka námskeiði Slökkviliðliðsmaður III, tæknibr. Reykjavík
Brunamálask.
120 kennslust.
2000 2 ljúka námsk. Eldvarnareftirlit I og II Brunamálst. 2 vikur

 

Ár Tímabilið 2001 til 2010
Námskeiðslýsing
Staður/
kennarar
Fjöldi kennslust
2001 4 slökkviliðsmenn ljúka 260 klukkustunda námskeiði í Neyðarflutningum. Haldið í Rvk.
Sjúkraflutninga- skóli RKÍ.
260 kennslust. (8 vikur)
2001 2 slökkviliðsmenn ljúka stjórnenda námskeiði í Sandö í Svíþjóð Reykjavík/ Sandö 110 kennslust. (2 vikur)
2001 Námskeið fyrir leiðbeinendur í Neyðarakstri, haldið í samstarfi við
brunamálaskólann og atv.slökkviliðin í landinu.
Haldið í Reykjanesb./
Kennarar frá USA
40 kennslust. (1 vika)
2000/2001 4 slökkviliðsmenn ljúka grunnámskeiði í sjúkraflutningum Reykjavík/
Sjúkraflutninga-skólinn
120 kennslust. (4 vikur)
2002 7 slökkviliðsmenn frá BS ljúka Leonardo da Vinci námskeiði fyrir leiðbeinendur í aðferðum við að ráða niðurlögum og yfirtendrunar. Reykjavík. Kennarar frá  SHS 36 kennslust. (4 dagar)
2002 Leonardo da Vinci námskeið haldið fyrir alla slökkviliðsmenn BS
Raunhæfar aðferðir að ráð niðurlögum eldsvoða og yfirtendrunar.
Reykjavík. Kennarar frá BS 16 kennslust. (2 dagar)
2002 Tveir ljúka námsk. í  bráðaþjónustu. Verklegar æfingar  með neyðarsveitum og á "slysadeild" í Pittsburg -þyrlusveit, slökkvil. og fl. Pittsburg- Center for Emergency Medi. 160 klst.
21 dagur
4 vikur
2002 4 slökkviliðsmenn ljúka stjórnenda námskeiði í Sandö í Svíþjóð Reykjavík / Sandö 110 kennslust. (2 vikur)
2003 7 ljúka fornmámi fyrir atvinnu slökkviliðsmenn.  Fyrsta sinnar tegundar í samræmi við nýju reglugerðina. Reykjanesbæ / Kennarar frá BS. 80 kennslust. (2 vikur)
2003 Stjórnenda námskeiði í Sandö Reykjavík/Sandö. 110 kennslust. (2 vikur)
2004 Tíu ljúka starfsþjálfun í Lindesberg, Svíþjóð Lindesberg Rescue Service. 4 dagar. 32 klst.
2005 Tíu ljúka verklegri starfsþjálfun í Lindesberg, Svíþjóð. Lindesberg Rescue Service. 4 dagar. 32 klst.
2005 Fjórir ljúka  leiðbeinandanámskeiði Brunamálaskólinn Haldið í Reykjavík og Revinga, Svíþjóð. 80 klst. 10 dagar
2006 Fjórir ljúka EMT-B, Grunnnámskeið í sjúkraflutningum. Sjúkraflutningaskólinn. Haldið í Reykjavík 128 klst. 3 vikur
2006 Tíu ljúka verklegri starfsþjálfun í Lindesberg, Svíþjóð. Lindeberg Rescue Service 4 dagar. 32 klst.
2006                            2 starfsmenn fara á stjórnendanámskeið Brunamálaskólinn Haldið í Reykjavík og Revinga, Svíþjóð. 80 klst. 10 dagar
2007 Tíu ljúka verklegri starfsþjálfun í Lindesberg, Svíþjóð. Lindeberg Rescue Service 4 dagar. 32 klst.
2007 Tveir ljúka EMT-B, grunnnámskeið í sjúkraflutningum. Sjúkraflutningaskólinn. Haldið í Reykjavík 128 klst. 3 vikur
2007 6 ljúka atvinnumannanámskeiði - fyrri hluti. Brunamálaskólinn í samvinnu við Atvinnuslökkviliðin 2.mánuðir. 270 klst.
2008 Tíu ljúka verklegri starfsþjálfun í Lindesberg, Svíþjóð. Lindeberg Rescue Service 4 dagar. 32 klst
2008 3 slökkviliðsmenn ljúka 260 klukkustunda námskeiði í Neyðarflutningum  Haldið í Reykjavík af Sjúkraflutningaskólanum 260 kennslust. (8 vikur)
2009 .5 ljúka atvinnumannanámskeiði - seinni hluti. Brunamálaskólinn í samvinnu við Atvinnuslökkviliðin 2.mánuðir. 290 klst
2009 Þrír ljúka EMT-B, grunnnámskeið í sjúkraflutningum. Sjúkraflutningaskólinn. Haldið í Reykjavík 128 klst. 3 vikur
2009 3 slökkviliðsmenn ljúka 260 klukkustunda námskeiði í Neyðarflutningum  Haldið í Reykjavík Sjúkraflutningaskólinn. 128 klst. 3 vikur
2010 5 ljúka fornámi fyrir slökkviliðsmenn

Haldið í Keflavík

Brunavarnir Suðurnesja

80.klst
2010 6.ljúka leiðbeinandanámskeiði fyrir sjúkraflutningamenn Akureyri Sjúkraflutningaskólinn 8.klst.

Stefnumótun í þjálfunarmálum BS tekur mið af námsefni fyrir atvinnuslökkviliðsmenn sem Brunamálaskólinn framsetur og gefur út hverju sinni.  Nýlega kom út reglugerð og drög af nýjum námsvísum, en menntunarkröfur slökkviliðmanna eru stórauknar frá því sem áður var.

Kostnaður vegna þjálfunar er að mestu tengdur launum og mannhaldi.  Slökkvilið BS leggur áherslu á að virkja slökkviliðsmenn BS í kennslu og með því að skapa ákveðið sjálfstæði í þjálfun og menntunarmálum.  Þannig fyrirkomulag skapar þekkingu og hagkvæmni og hægt er að nýta betur fjármagn til menntunnar, sem annars fer í ferða og dvalarkostnað.

Fyrirkomulag um þjálfun B.S. 2007
Æfingaáætlunin tekur mið af námsefni fyrir atvinnuslökkviliðsmenn sem Brunamálaskólinn framsetur og gefur út, kominn eru drög af námsvísir í samræmi við nýju reglugerðina sem við styðjumst við.

Lögð verður áhersla á grunnþætti námsins þ.e. hver verkþáttur fær ákveðið vægi (tölugildi) útfrá verkskyldum B.S. Út frá því er ákveðinn lágmarksfjöldi æfingastunda í grunnþáttum í slökkviliðsfræðum  s.s. vatnsöflun, reyklosun, reykköfun, klippuvinnu,  48 klukkustundir á ári. Að auki verða samæfingar þ.e. æfingar með öllu slökkviliðinu og 8 kennslustundir í endurmenntun EMT-B og 16 kennslustundir í endurmenntun EMT-I.

Til að mæta ákvæðum um hvíldartíma verða tímasetteningar með þeim hætti að þjálfun utan vakta miðast við að halda  æfingar á mánudögum og fimmtudögum, kl. 18:30 Til 22:30.  Tvær samskonar æfingar verða keyrðar og eru þær ætlaðar slökkviliðsmönnum sem eru á frí vöktum og til að gefa kost á frekar ástundun.   Að auki verða æfingar með öllu liðinu eins og kostur er til að samhæfa liðsheildina. Vikulegar æfingar á vöktum eru á föstudögum og munum við halda áfram með þema fyrirkomulagið eins og undanfarið.  Þessi breyting er til að mæta þeim ábendingum sem fram hafa komið varðandi símamönnun og varðandi hópana þ.e. aflm. og varaliðsmenn þurfa að fá þjálfun með sínum hóp.

Að auki verða námskeið og ráðstefnur og aðrar sérstakar uppákomur bæði í sjúkraflutningum, slökkviliðsfræðum og mengunarmálum. Tímaskráning og þátttaka í þjálfuninni verður í höndum vakthafandi Varðstjóra og á þjálfunarstjóri að fá uppgefinn þátttökulista í lok hvers mánaðar þannig að halda megi samræmda skrá og tryggja að allir eru að fá þjálfun eins og ákveðið er í skipulaginu.