112

112

Neyðarlínan 112
Hringdu þó þú sért í vafa

Ef eitthvað alvarlegt gerist!!!

Alvarleg slys, eldur, veikindi, hjartastopp- meðvitundarleysi. Þú þarft sjúkrabíl, slökkvilið, lögreglu, lækni, björgunarsveitir, Landhelgisgæslu, barnaverndarnefnd eða aðra neyðarþjónustu.

Hvað gerðist?

Þegar þú hefur greint atburðinn, veist hvað er að, hefur upplýsingar, hringir þú í 112.

Þú færð strax samband.

Neyðarvörður Svarar þér

112 get ég aðstoðað?

Vertu viðbúinn því að svara spurningum

- Hvað gerðist?

- Hvar?

- Símanúmer og hvaðan ertu að hringja?

Neyðarvörður mun spyrja þig fleiri spurninga, sem allar eru nauðsynlegar til að bregðast rétt við.

Aðstoðin leggur strax af stað með nauðsynlegri boðun neyðarvarðar. Það er nauðsynlegt að spyrja áfram til að upplýsingar berist til þeirra sem aðstoða. Það skiptir miklu máli að svör þín séu skýr og hnitmiðuð.

Ekki slíta samtalinu!

Neyðarvörður ákveður hvenær nauðsynlegar upplýsingar hafi borist frá þér, en hann aðstoðar þig eins lengi og þú hefur þörf á.........

Hvað er neyð?

Neyð er frábrigði frá daglegu lífi, m.a. þar sem eignum, heilsu og mannslífum er ógnað með fyrirsjáanlegum eða ófyrirsjáanlegum atburðum.

Innhringing gæti til dæmis hljómað svona:

Neyðarvörður 112:

112, get ég aðstoðað

Innhringjandi:

Hér varð umferðarslys, við þurfum sjúkrabíl

Neyðarvörður 112:

Hvar gerðist þetta?

Innhringjandi:

Á Suðurlandsvegi, ca 1 km. sunnan við Lögbergsbrekkuna

Neyðarvörður 112:

Hvað eru margir slasaðir?

Innhringjandi:

Það eru tveir í bílnum og óku á ljósastaur

Neyðarvörður 112:

Er einhver fastur í bílnum?

Innhringjandi:

Já það lítur út fyrir það

Neyðarvörður 112:

Síminn þinn er?

Innhringjandi:

888-8888

Neyðarvörður 112:

Nauðsynleg aðstoð er lögð af stað til þín

Eftir að þessar nauðsynlegu upplýsingar liggja fyrir heldur neyðarvörður jafnvel áfram að afla upplýsinga frá þér. Viðbótarupplýsingar gætu t.d. leitt til fleiri eða færri sjúkrabíla, tækjabíls slökkviliðs, þyrlu Landhelgisgæslu eða björgunasveitar.

Ef ekki er neyð:

Sjúkraflutningar:

112 tekur á móti og skráir alla sjúkraflutninga á landinu. Allar beiðnir um sjúkraflutninga fara fram í gegnum 112.

Slökkvilið

Öll slökkvilið landsins eru skráð í símaskrá.

Lögregla

Ef erindi þitt er ekki útkalls eða neyðarverkefni ber þér að leita beint til svæðislögreglu

Barnverndarnefndir

Öll erindi sem snúa að barnaverndunarmálum eru móttekin hjá 112 eða áframsend með símtalsflutningi.

Almenn veikindi

Á dagtíma leitar þú til heilsugæslu eða heimilislæknis. Utan dagvinnutíma til Læknavaktar í síma 1770

Önnur þjónusta

Þú getur t.d. leitað til 112 vegna rofinna samgönguleiða, almenns rafmagnsleysis en ekki vegna vatnsleysis eða rafmagnsleysis innan húss hjá þér.

Láttu skynsemina ráða þegar þú ert að meta afhverju þú ættir að hringja EN.....

hringdu þótt þú sért í vafa.