112

Um Brunavarnir Suðurnesja

Slökkvilið BS er skipað bæði atvinnu- og hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Samtals eru 48 stöðugildi innan BS, þar af eru 30 slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn í fastaliði og 18 slökkviliðsmenn hlutastarfandi í varaliði BS, af þeim eru 7 í Vogum.  Einnig eru 6 stöðugildi sjúkraflutningsmanna í Grindavík.

Til þess að fastalið og varalið séu sem best undir það búin að takast á við þau verkefni sem þeim eru ætluð, er tenging og verkþættir varaliðs gerð skýr með það að markmiði að aðkoma varaliðs sé sem best og hagkvæmust. Eins og fram kemur á skipuriti er slökkviliðsmönnum varaliðs skipt upp á fjórar vaktir og þannig mynduð vinnu eining, þar sem varðstjórum er falin sérstök hlutverk og skilgreind ábyrgð.