112

Fréttir

Zoll E series stuðtæki

Dagana 2. og 3. febrúar kom Christer frá Zoll Medical corporations á norðurlöndunum ásamt Ingibjörgu frá Inter til að kynna og kenna slökkviliðsmönnum BS á nýju Zoll E series tækið, en Inter er innflutningsaðilinn  á íslandi fyrir þessi tæki.

B.S hefur fengið tvö ný tæki og eru með þau í prufu fyrir Rauða krossinn Íslands.  Hugmyndin er að ef tækin fái góða dóma hér hjá okkur þá eigi jafnvel að taka þau í notkun á landsvísu.

Zoll tækin eru framleidd í Ameríku og hafa allan þann helsta búnað og möguleika sem við þurfum í okkar vinnuumhverfi. 

Helsta viðbótin sem við erum að fá  frá LP 12 tækjunum sem BS hefur verið með síðustu 11 ár er að núna metur tækið hnoð hraða, dýpt hnoðs og á meðan hnoði stendur getum við séð undirliggjandi takt, mettun og capnografit (sidestreaw) og svo er tækið búið Bluetooth sem gerir sendingarmöguleika mun einfaldari, sérstaklega fyrir viðtakendur(sjúkrahús).  Er þetta nýjung sem við erum búnir að vera bíða eftir lengi hérna á Suðurnesjum.    Tækið er búið einu batteri og er það gefið upp fyrir 2 klst. í vinnu, það er í stöðugri hleðslu í sjúkrabílunum á milli útkalla.  Á meðan Christer var staddur hér fór hann á fund með okkur til HSS og LSH Fossvogi og kynnti fjarskiptin vegna sendingar á EKG.  Tóku spítalarnir vel í þessa viðbót og verða klárir í að taka á móti ritum um leið og tækin fara í notkun.  Einnig var hugmyndin að Christer færi norður á Akureyri með eitt tæki til kynninga en vegna veðurs varð að sleppa því að sinni. 

Við reiknum með að í lok næstu viku verði allri þjálfun lokið á tækjunum og ættum við þá getað tekið þau í notkun.

 

Eyþór Rúnar

Þjálfunarstjóri BS

 

Linkur á heimasíðu Zoll

 

http://www.zoll.com/medical-products/defibrillators/e-series/

 

Starfsmenn BS hlusta af athygli á Christer

 

Christer frá Zoll Medical corporation

Ingvar og Ásgeir virða nýja tækið fyrir sér.

Ari, Ásgeir, Ingibjörg, Ingvar, Ármann og Christer