Vorboðinn ljúfi

Vorboðinn ljúfi er kominn. Ekki að það gleðji okkur starfsmenn Brunavarna Suðurnesja því að við erum ekki að tala um Lóuna. Nei, í dag föstudaginn 26. mars varð fyrsta mótorhjólaslysið í Reykjanesbæ á þessu ári því að þó að veðrið sé alveg frábært þá getur maður kannski ekki sagt að það sé komið sumar. Slysið varð á gatnamótum Kirkjuvegar og Vesturbrautar. Mótorhjólið var að koma niður Vesturbraut þegar að bíl var keyrt af Kirkjuvegi inn á Vesturbraut og fellur mótorhjólið á hliðina og endar inn í hlið bílsins. Ökumaður mótorhjólsins var fluttur á HSS til skoðunar en sem betur fer virtist vera um minniháttar áverka að ræða. Bíllinn var mikið skemmdur svo og mótorhjólið
.