112

Fréttir

Vinningshafi í eldvarnagetraun LSS 2010

Þann 18. febrúar  fóru Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri  og Jóhann Sævar eldvarnaeftirlitsmaður  í Myllubakkaskóla til að hitta bekkinn 3 HF. Ástæða heimsóknarinnar var sú að ungur drengur í bekknum, Aron Dagur Gíslason  var vinningshafi í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna sem Sigurður og Jóhann fóru með í skólana í enda  nóvember á síðasta ári. Fékk hann ýmsa skemmtilega hluti í verðlaun, auk veglegs viðurkenningarskjal og svo aðalvinninginn sem var flottur  MP3 spilari. Óska starfsmenn Brunavarna Suðurnesja , Aroni Dag  innilega til hamingju með vinninginn.