112

Fréttir

Viðbragðstími Brunavarna Suðurnesja sá besti samkvæmt mælingum Neyðarlínu

Viðbragðstími Brunavarna Suðurnesja í sjúkraflutningum mældist sá besti á landsvísu miðað við mælingar sem Neyðarlínan stendur fyrir. Helsta ástæðan fyrir þessu er sú að Brunavarnir breyttu boðunarkerfi í janúar á þessu ári sem miðaði að því að nýta GSM síma í boðun á F-1 og F-2 sjúkraflutningum sem eru mestu forgangsflutningarnir. Önnur slökkvilið hafa notast við þetta boðunarkerfi í nokkurn tíma með góðum árangri en eftir að Brunavarnir Suðurnesja tók þetta í notkun að þá mælumst við með besta viðbragðstímann á landinu. Mælingin er miðuð við það að þegar hringt er í Neyðarlínu og beðið um sjúkrabíl  þá er mældur tíminn frá innhringunni og þar til sjúkrabíll fer af stöð og viðmiðunartíminn er 90 sekúndur. Eins og má sjá á línuriti hér fyrir neðan að þá var BS einungis að ná að senda sjúkrabíl út í 77% tilvika undir 90 sekúndum en hækkar sig um 20% eða upp í 97%. Þessi breyting hefur því skilað sér svo um munar og stefnan að sjálfsögðu að viðhalda þessum viðbragðstíma í framtíðinni.    

Brunavarnir Suðurnesja breyttu boðunarkerfi um miðjan janúar og strax mátti sjá betri tölur.