112

Fréttir

Vel heppnaður "Langur laugardagur"

Laugardagurinn 24. apríl var æfingardagur hjá Brunavörnum Suðurnesja en þessi dagur er kallaður langur laugardagur og hófst kl 9:00 og lauk  kl: 17:00.
Að þessu sinni var æft á fjórun stöðvum,  hópnum því skipt upp í fjórar einingar og æfingar keyrðar á öllum stöðvum og gengu menn milli verkstöðva  þar til hver hópur hafði farið í fjórar æfingar um daginn.
Æfð var heit reykköfun, björgun fólks úr bílflökum, björgun fólks úr sjó og farið í yfirtendrunargáminn.

Slökkviliðsmenn nutu aðstoðar björgunarsveitarmanna úr Björgunarsveitinni Suðurnes við björgun úr sjó og einnig voru léku þeir fórnarlömb á slysavettvangi ( björgun úr bílflökum) og eiga þau heiður skilinn fyrir þeirra framlag.  Þátttaka þeirra gerði það að verkum að tilfellin voru öll raunverulegri og þannig næst betri æfing fyrir mannskapinn.

Þá var það sérlega ánægjulegt að félagar okkar úr Slökkviliðum Sandgerðis og Grindavíkur tóku þátt í deginum með okkur og viljum við þakka þeim fyrir þeirra þáttöku.

Dagurinn var mjög vel heppnaður. Samtals tóku 43 aðilar þátt í æfingunum sem voru þaulskipulagðar og allir leiðbeinendur stýrðu hverri stöð af mikilli fagmennsku og metnaði. Æfingar sem þessar hafa verið árlegur viðburður hjá B.S. undanfarin ár og er nauðsynlegur þáttur í starfseminni til þess að starfsmenn nái að viðhalda færni og þekkingu og þar af leiðandi geta þeir staðið undir þeim kröfum sem til þeirra gerðar eru.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru á laugardaginn og svo eru fleiri myndir í myndasafni.

Með bestu kveðjum,
Jón Guðlaugsson
Slökkviliðsstjóri