112

Fréttir

Undirskrift við Glóru ehf.

Á dögunum var skrifað undir samning við Glóru ehf. um gerð teikninga af nýrri slökkistöð sem mun rísa á lóð við Flugvelli 29 í Reykjanesbæ. Er það ný gata fyrir ofan Iðavelli sem Reykjanesbær er búin að vera að vinna að undanfarna mánuði og eru allar lóðir þar seldar að við höldum. Voru Brunavarnir Suðurnesja þær fyrstu sem fengu úthlutað lóð við götuna og sjá slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenn loksins fyrir endann  á mjöööööög langri bið eftir nýrri slökkvistöð. Þó sú gamla hafi reynst okkur vel og margar góðar minningar fylgi henni er ekki laust við að plássleysið og þrengslin séu farin að há starfseminni mikið og hlakkar mönnum mikið til að komast í nýtt húsnæði.  Er meðfylgjandi mynd tekin þegar  Þorleifur Björnsson frá Glóru ehf og Friðjón Einarsson formaður stjórnar BS bs. undirrituðu samninginn.