112

Fréttir

Starfsmenn BS á EPLS fyrirlestri

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja eru þessa dagana að taka þátt í EPLS fyrirlestri ásamt verklegum æfingum (European Paediatric Life Support) sem haldið er af Jóni Garðari svæfingarhjúkrunarfræðing, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanni.   Námskeiðið gerir sjúkraflutningamenn BS betur undirbúna til þess að bregðast við í bráðatilfellum sem eru tengd börnum og ungbörnum ein sog t.d. í sérhæfðari endurlífgun.  Það var einróma álit sjúkraflutningamanna að námskeiðið hafi verið mjög gott en vonandi verði aldrei þörf á að nýta sér þessa þekkingu.

Eyþór, Sturla, Ármann, Jón Garðar og Njáll stúdera hlutina.

Jón Garðar svæfingahjúkrunarfræðingur, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hélt fyrirlesturinn

Sjúkraflutningamenn íbyggnir á svipinn, Ármann, Eyþór, Ómar, Njáll, Ólafur og Sturla. Einnig var

 ljósmyndarinn Ingvar á staðnum sem smellti nokkrum myndum.

Ólafur og Eyþór að sinna barninu með aðstoð Njáls.  Jón Garðar fylgist vel með.