Starfsmenn BS í endurmenntun
Á ári hverju þurfa starfsmenn Brunavarna Suðurnesja að fara í gegnum endurmenntun á vegum Sjúkraflutningaskólans og í ár er þemað trauma en þar er áhersla lögð á vettvangsmeðferð og flutning slasaðra. Það eru bráðatæknar frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins sem leiðbeina á námskeiðinu. Nú þegar eru A og B vaktir búnar að fara á þetta námskeið og á mánudag og þriðjudag sitja C og D vaktir sama námskeið. Sí- og endurmenntun er mikil hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningarmönnum og er þetta námskeið aðeins brot af því námi sem starfsmenn undirgangast á ári hverju. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá því þegar A og B vaktirnar voru á námskeiðinu en það fer fram í húsi Rauða Kross Íslands á Smiðjuvöllum.