112

Fréttir

Starfsmenn B.S. komnir á gossvæði

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja lögðu í gær af stað austur fyrir fjall en leiðin liggur til Kirkjubæjarklausturs þar sem mikil vinna er framundan við þrif vegna eldgoss í Grímsvötnum. Fljótlega upp úr hádegi í gær (miðvikudag) barst beiðni um aðstoð við þrif á gossvæðinu og var brugðist skjótt við. Þrír starfsmenn frá B.S. ásamt búnaði lögðu af stað um 18:30 í gærkvöldi. Vinna hófst svo snemma í morgun við að aðstoða íbúa á svæðinu. Með í för var slökkviliðsmaður frá slökkviliði Grindavíkur en mikil samvinna hefur verið á milli þessarra tveggja liða undanfarin misseri.

Brunavarnarmenn eru ekki óvanir svona störfum en skemmst er að minnast þessa að þeir tóku þátt í þrifum eftir gosið í Eyjafjallajökli á síðasta ári. Búist er við að mannafli frá B.S. verði fyrir austan eitthvað framyfir helgi. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru við rætur Eyjafjallajökuls síðasta sumar en myndir frá starfinu næsta daga kemur í myndasafn um helgina.