112

Fréttir

Starfskynning hjá Brunavörnum Suðurnesja

Í nýliðinni viku var mikið um að vera í starfskynningum hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þetta er sá tími sem börnin flykkjast úr skólunum og kynna sér vinnumarkaðinn. Brunavarnir Suðurnesja hafa alltaf verið vinsæll vinnustaður hjá krökkunum og starfsmenn BS reyna ávallt að gera heimsóknir þeirra lærdómsríkar og eftirminnilegar. Sett eru upp ýmis verkefni og þrautir sem þeir eiga að leysa og eins og má sjá á myndunum hér fyrir neðan að þá eru taktarnir farnir að koma í ljós hjá yngri kynslóðum. Fleiri myndir eru í myndasafni. 

Einar Ari væri ekki lengi að slökkva elda með þennan baráttusvip

Eyjólfur var að reykkafa í fyrsta skipti en stóð sig frábærlega