112

Fréttir

Stórtjón í vatnsleka

Brunavarnir Suðurnejsa voru í nokkrar klukkustundir að þrífa upp eftir heitavatnsleka sem  varð í einbýlishúsi í Seyluhverfinu í Innri-Njarðvík í nótt.  Húsið hefur verið mannlaust í nokkurn tíma og sennilega ekki verið eftirlit haft með húsinu en rör hafði gefið sig inní vegg í húsinu með þeim afleiðingum að vatn flæddi út um allt húsið sem er stórt einbýlishús með innréttaða kjallaraíbúð að hluta til og flæddi einnig vatn um hana alla.  Það voru nágrannar í hverfinu sem urður varir við lekann en vatn var farið að flæða út úr húsinu. Miklar skemmdir eru á húsinu og er það jafnvel ónýtt, en það verða matsmenn að ákveða.  Meðfylgjandi myndir voru teknar á staðnum þegar að hreinsunarstarfi var að ljúka.