112

Fréttir

Samstarfssamningur undirritaður

Þann 16. apríl skrifuðu Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri og Kári Rúnarsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes undir samstarfssamning sem byggir á að efla samstarf og nýta búnað og mannskap í útköllum og æfingum, íbúum á svæðinu til hagsbóta. Er í samstarfinu hugsað til þess að Brunavarnir Suðurnesja leggi til neyðarflutningsmenn í Neyðarsveit Björgunarsveitarinnar og að Brunavarnir Suðurnesja geti notfært sér búnað björgunarsveitarinnar í hinum ýmsu aðstæðum, t.d. breyttum bílum sveitarinnar í ófærð o.s.frv. Einnig er stefnt á að auka samstarf í æfingum og að starfsmenn B.S. geti sótt námskeið sem eru á vegum björgunarsveitarinnar og að B.S. haldi grunnnámskeið í meðferð slökkvitækja ásamt ýmsu öðru fyrir liðsmenn björgunarsveitarinnar.
Eru báðir þessir aðilar þess fullvissir að þetta samstarf eigi bara eftir að styrkja það góða starf sem báðir aðilar sinna og bæta samskiptin og samæfinguna sem þó hefur verið mjög góð fram að þessu.

Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri B.S.