112

Fréttir

Samæfing slökkviliða á Suðurnesjum

Síðastliðinn laugardag komu öll slökkvilið á Suðurnesjum saman í Grindavík og æfðu vatnsöflun. Æfingin var skipulögð af Slökkviliði Grindavíkur en þeir voru var einmitt að nota nýjan dælubíl af gerðinni Scania 4x4 í fyrsta skipti en hann er með Ziegler dælu sem afkastar 4.000 l/m og er mikill fengur fyrir liðið. Samtals voru um 35 slökkviliðsmenn sem tóku þátt en áhersla var lögð á vatnsöflun, fjarskipti, tengingar milli bíla og notkun á kortabók sem öll liðin eru með í sínum fórum. Sambærileg æfing hefur ekki verið haldin í mjög langan tíma en mönnum fannst þessi ganga mjög vel í alla staði og ljóst að þetta er öllum liðunum til góðs ásamt íbúum svæðisins. Veðurguðirnir voru hliðhollir slökkviliðsmönnum að þessu sinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fleiri myndir má nálgast í myndasafni.