112

Fréttir

Rauði Haninn í júní

Á fimm ára fresti er haldin stór og mikil sýning í Þýskalandi sem á okkar máli er kölluð Rauði Haninn. Sýningin stendur yfir frá 7-12. júní. Að þessu sinni fer sýningin fram í Leipzig. Þar sýna björgunaraðilar af ýmsu tagi þær nýjungar sem til eru í þessum geira. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja láta sig ekki vanta á þessa sýningu en tíu starfsmenn leggja upp í ferð 8. júní. Mikill áhugi er fyrir þessari sýningu meðal slökkviliðsmanna hér á landi en um 90 manns hafa sótt um styrk frá LSS en þeir ákváðu að styrkja alla þá sem sóttu um um 70.000 kr. Heimasíða B.S. mun svo fjalla ítarlega um sýninguna ásamt því að birta myndir frá henni. Heimasíða sýningarinnar er http://www.interschutz.de/homepage_d en þar eru allar nánari upplýsingar. Hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmyndir af svæðinu í Leipsig en þær eru ekki í góðum gæðum en hægt er að sjá þær á vef Rauða Hanans.