112

Fréttir

Okkar maður kominn áfram

Það fór ekki framhjá neinum sem horfði á Idol Stjörnuleit í kvöld að þar var einn af starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja einn af keppendum. Árni Þór Ármannsson gerði sér lítið fyrir og söng sig inn í Smáralindina og mun því halda áfram að bræða hjörtu Íslendinga. Það verður að koma fram að enginn af samstarfsmönnum Árna hafði hugmynd um að strákurinn hefði sönghæfileika en hann kom sá og sigraði með Keflvíska Hljómalaginu "Fyrsti kossinn". Við óskum Árna innilega til hamingju með glæsilegan árangur og sendum honum eldheitar baráttukveðjur fyrir keppnina sem framundan er.