112

Fréttir

Nýr vefur hjá BS

Búið er að endurhanna vefsíðu Brunavarna Suðurnesja og setja hana upp í nýtt umhverfi. Var verkið unnið með Dacoda og þökkum við þeim samstarfið. Var gamla síðan orðin mjög lúin og svo fór að erfitt var að setja inn nýjar fréttir og þess háttar.  Þó er verkinu ekki að fullu lokið og vil ég biðja fólk um að sýna okkur smá biðlund en uppfæra þarf ýmsar upplýsingar og verður það gert á næstu dögum og vikum. Verður reynt að hraða því sem mest og svo getum við farið að setja inn nýjar fréttir af atburðum og viðburðum hjá Brunavörnum Suðurnesja. Ætlum við að setja upp á síðuna talningu á sjúkraflutningum og svo útköllum tengdum slökkviliðinu. Einnig ætlum við að reyna að standa okkur betur í að setja inn fréttir af starfinu en margir voru orðnir þreyttir á síðustu frétt :-)

Með kveðju,

Sigurður Skarphéðinsson                                                                                                                 Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.