112

Fréttir

Nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun

Frá árinu 1997 hafa starfsmenn Brunavarna Suðurnesja klæðst sama einkennisfatnaði (með reglulegum þrifum) en nú nýlega varð breyting þar á. Allir starfsmenn munu nú klæðast algerlega nýjum einkennisfatnaði sem eru dökkblá að lit. Það var B-vaktin sem klæddist nýjum einkennisfatnaði fyrst allra vakta þegar þeir komu á vaktina 1. apríl síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að farið var í endurnýjun á fatnaði má rekja til þess að gömlu fötin uppfylltu ekki þau skilyrði sem reglugerðir kveða á um. Hinsvegar eiga ný föt að uppfylla öll skilyrði og því geta menn klæðst nýjum fatnaði innanundir eldgalla þegar farið er í eldútköll. Jóhann Kristbergsson sem oft er nefndur "Fatamálaráðherra Brunavarna Suðurnesja" var mættur á stöðina um páskahelgina með myndavélina á lofti til fanga merkileg tímamót í starfi B.S. en hann sá um pöntun á öllum pakkanum í samvinnu við Vinnuföt í Kópavogi.

B-vaktin var mætt fyrst allra í nýjum einkennisfatnaði.

 

C-vaktin var fyrsta vaktin til að klæðast nýjum fatnaði á næturvakt og hér fyrir neðan eru báðar vaktirnar mættar saman.