112

Fréttir

Mjög annasöm helgi

Nú um helgina var nóg að gera hjá Brunavörnum Suðurnesja. Frá föstudegi fram á mánudagsmorgun fóru starfsmenn í 31 útköll sem skiptust í ýmis verkefni. Flestir sjúkraflutningarnir voru vegna veikinda fólks en þrjú voru í umferðarslys og svo voru  tvö útköll fyrir slökkvilið. Flest voru útköllin á næturvöktunum. Frá áramótum hafa verið vel rúmlega fimm sjúkraflutningar á sólarhring sem er meira en var yfir allt árið í fyrra. Jafnframt hafa útköll á slökkvilið verið 41 það sem af er ári en það er næstum tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Það er því óhætt að segja að mikið sé búið að vera gera hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja.

Mynd úr myndasafni.