112

Fréttir

Mikið álag í sjúkraflutningum

Það er óhætt að segja að nóg hafi verið að gera hjá sjúkraflutningsmönnum BS  á dagvaktinni 26. Okt. Í allt voru 11 sjúkraflutningar á dagvaktinni en frá því kl. 16:15 -19:48 voru 8 útköll á sjúkrabíl og af þeim voru 6 sem teljast til bráðatilfella. 2 sjúkraflutningur voru í hæsta forgangi F1 og svo voru 4 í F2 sem er næst hæsti forgangur. Á tímabili voru allir sjúkrabílar frá BS á leið til Reykjavíkur, á Reykjanesbrautinn eða við sjúkrahús í Reykjavík. Um var að ræða mikil veikindi og einnig slys. Var álagið mikið á starfsmenn auk þess að á meðan var næsti sjúkrabíll á svæðinu í Grindavík fyrir öll Suðurnes. Er ljóst að 4 sjúkrabílsins sem Brunavarnir höfðu þar til í júní er sárt saknað. Hann var hugsaður sem varabíll ef einhver bílanna væri  í viðhaldi bæði fyrir BS og Grindavík.  Hefur orðið töluverð aukning á sjúkraflutningum til  Reykjavíkur á þessu ári og er líklegt að það megi rekja að einhverju leiti til þess niðurskurðar sem hefur verið á Heilbrigðistofnun Suðurnesja á síðustu ár og enn er boðaður niðurskurður á HSS. Er ljóst að ef svona heldur áfram verður aukið álag á sjúkraflutningum frá starfssvæði  Brunavarna Suðurnesja.