112

Fréttir

Loksins loksins!!!

Vegna fjölda áskoranna létum við undan þrýstingi og höfum gefið út dagatal. Á dagatalinu má sjá starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sýna tæki og tól sem slökkviliðsmenn nota gjarnan í sinni vinnu. Þeir eru reyndar ekki í fullum klæðum en það kemur bara betur út. Sala er hafin á þessu stórglæsilega dagatali en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðsmenn hér á Suðurnesjum ráðast í slíkt verkefni en kollegar þeirra í Reykjavík og Selfossi eru orðnir þekktir fyrir sín glæsilegu dagatöl. Þeir sem vilja eignast þetta glæsilega rit, ef svo má kalla, geta nálgast þau í Snyrti Gallerý á Hringbraut 96 og í Nýja Klippótek á Hafnargötu 20. Einnig verða strákarnir að selja dagatölin í Nettó flesta daga fram að jólum. Og að sjálfsögðu bjóðum við upp á heimsendingu fyrir þá sem vilja en þá er hægt að hringja í Kristján Helga (Herra Febrúar og September) í síma 840-0302 og Ingvar (Herra Apríl og Desember) í síma 899-0557. Hér fyrir neðan má sjá forsíðuna á dagatalinu en þeir sem vilja sjá allar myndirnar og þá í fullri stærð og fullum gæðum verða að tryggja sér eintak og það fljótlega því það er takmarkað upplag.