112

Fréttir

Lok fyrri hluta atvinnumanns

Þá er fyrri hluta atvinnnumannsins lokið hérna hjá BS og slökkvlið Isavia Keflavíkuflugvelli. Námskeiðið gekk mjög vel en það sóttu fjórir slökkvliðsmenn frá Isavia og fimm frá Brunavörnum Suðurnesja. Kennarar komu frá BS, slökkviliði Keflarvíkurflugvallar og SHS og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag á þessum hluta. Meginþemað í fyrri hlutanum var reykköfun,vatnsöflun og björgunartækni. Mikið var um verklegar æfingar í reykköfun, vatnsöflun, reyklosun, hættulegum efnum og björgunartækni og fóru þær að mestu fram hérna í Reykjanesbæ en einn dagur var á æfingarsvæði SHS í Úlfarsfelli. Námskeiðið kláraðist svo á verklegum prófum í vatnsöflun og reykköfun ásamt því að nemendur þurftu að standast bóklegt próf. Fyrirhugað er að klára seinni hlutann í byrjun árs 2013 og er reiknað með að það taki fimm vikur.

Eyþór Rúnar Þórarinsson

Þjálfunarstjóri