112

Fréttir

Logi og Glóð

Nú eru haustverkin byrjuð hjá Ólafi Inga verkefnastjóra eldvarnaeftirlitsins. Hefur hann undanfarið verið að fara í leikskólana á svæði Brunavarna Suðurnesja með verkefnið Loga og Glóð. Það er verkefni í samstarfi slökkviliðana og Brunabótafélags Íslands. Heimsækir hann elstu krakkana í leikskólunum og fer yfir verkefnið með þeim og eftir það eru þeir aðstoðarmenn slökkviliðsins í að fylgja eftir brunavörnunum á síðasta ári sínu á leikskólanum. Einnig fá þau í hendur möppur sem í er ýmislegt er tengist brunavörnum auk skemmtilegra verkefna og einfaldra ráðleggingar til foreldra og forráðamanna um öryggi heimilisins. Á miðvikudaginn 22. September var farið í Leikskólann í Vogum með verkefnið og voru starfsmenn eldvarnaeftirlitsins með rýmingaræfingu í framhaldi  með starfsmönnum leikskólans ásamt krökkunum og eru meðfylgjandi myndir frá henni.