112

Fréttir

Logi og Glóð

 

Í  þessari viku hefur Ólafur Ingi verkefnastjóri eldvarnaeftirlitsins verið á ferð í öllum leikskólum á svæði Brunavarna Suðurnesja. Ástæðan er sú að hann hefur verið að fara í elstu árgangana í leikskólanum með verkefnið Loga og Glóð sem er árlegt.. Afhendir hann krökkunum möppu með ýmsum fróðleik um brunavarnir og fer hann yfir það með þeim.  Þau eiga svo að fara með þær heim og láta foreldra eða forráðamenn fara með sér yfir efnið og koma síðan með þær aftur til að lita í þær o.s.frv. Síðan er þeim sagt að þau séu nú orðnir aðstoðarmenn Slökkviliðsins í brunavörnum leikskólans og síðan er farin ein eftirlitsferð um leikskólann. Þau eiga svo að fara mánaðarlega með sínum leikskólakennurum og fá þá alltaf einhver tvö að klæðast Loga og Glóð vestunum sem leikskólunum var afhent þegar þetta verkefni fór af stað í upphafi. Koma allltaf upp margar sögur og frásagnir í þessum heimsóknum sem eru mjög skemmtilegar. Eldvarnareftirlitið væntir góðs samstarfs við sína aðstoðarmenn svo að brunavarnirnar  verði eftir sem áður í fullkomnu lagi á leikskólunum okkar.  
Sigurður Skarphéðinsson                                                                      
Varaslökkviliðsstjóri B.S.