Langur laugardagur 12.4.2014
Laugardaginn 12. Apríl voru Brunavarnir Suðurnesja með svokallaðann langan Laugardag. Er um stóran æfingardag að ræða þar sem keyrðar eru 4 æfingar í senn og fjórar lotur. Voru æfingarnar í eiturefnaslysum, klipputækni, reyköfun í skipi og svo var heit reykköfun í Æfingarhúsi BS við Hafnarveg. Voru um 40 manns sem komu að þessum æfingum og eru í þeim hópi 9 nýliðar sem voru að koma inn í varalið BS, ungir og ferskir strákar sem hafa verið að taka námskeið í slökkvifræðunum og var þetta góð prófraun á það nám sem þeir hafa verið í. Einnig fengum við góðan hóp frá félögum okkar í Grindavík sem koma og æfðu með okkur. Voru menn þreyttir en sáttir í lok æfinga og var svo haldið smá lokaveisla í slökkvistöðinni í Sandgerði. Er þar búin að vera vinna í gangi þar sem stöðin hefur verið tekin í gegn og svo er verið að búa til kennslu/fundarsal ásamt smá eldhúsaðstöðu og salernum á efri hæðinni. Var þar boðið upp á pottrétt með öllu tilheyrandi og fengu nýliðarnir sínar fyrstu viðurkenningar frá Mannvirkjastofnun eftir þau námskeið sem þeir voru að taka. Hafa þessir dagar verið haldnir undanfarin ár og hafa reynst vel þar sem allir koma saman og æfa , hvort sem menn eru fastaliðsmenn eða í varaliði. Sjá myndasafn.