Kiwanis bangsar í sjúkrabílana

Í dag komu Kiwanisfólk færandi hendi á slökkvistöðina. Voru þau með í för fjölda Bangsa sem afhenda átti sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja. Hafa sjúkraflutningsmenn getað gefið yngri skjólstæðingum okkar bangsa við erfiðar aðstæður í þeirra lífi og hafa þeir oft huggað lítil hjörtu. Eru þau með þessari rausnarlegu gjöf að létta sjúkraflutningsmönnum starfið mikið, því útköll þar sem minnsta fólkið okkar á í hlut eru líka erfiðustu útköllin okkar á vissan hátt. Hefur Kiwanisfólk útvegað okkur þessa bangsa til margra ára í minningu Ævars Guðmundssonar og erum við þeim mjög þakklátir fyrir þennan hlýhug sem þeir hafa borið til okkar og vonum að áframhald verði á. SS