112

Fréttir

Heimsókn starfsmanna Brunamálastofnunar

Föstudaginn 18. september fengu starfsmenn Brunavarna Suðurnesja góða heimsókn. Var þar á ferð Björn Brunamálastjóri og hans menn ásamt  nýjustu starfsmönnum stofnunarinnar á rafmagnsöryggissviði. Hafði Björn á orði að þar færu Stuð-liðið og ætluðu þau að kynna sér aðstöðu Brunamálaskólans á Ásbrú og gera sér svo glaðan dag með grilli og veitingum. Langaði þeim að kynna sér slökkvistöð B.S. ásamt búnaði og tækjum. Var þeim kynnt starfsemi  B.S. og voru þau mjög áhugasöm og vonum við að þau hafi orðið einhvers fróðari. Að lokum var þeim veittar veitingar að hætti hússins og óskum við þeim velfarnaðar í starfi undir merkjum Brunamálastofnunar.  SS.