112

Fréttir

Heimsókn á Starfsbraut FS

Þriðjudaginn  18. janúar var farið með kynningu á starfssemi slökkviliðsins á starfsbraut FS.
Þar höfðu nemendur undirbúið spurningar um starf slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna. Voru spurningarnar af ýmsum toga, t.d.  hvort það væru konur sem væru í starfinu, hvernig launin væru og aðkomu sjúkraflutningsmanna að krampasjúklingum. Forvarnar- og fræðslufulltrúi BS kom með slökkvibúnað til að sýna nemendunum s.s. slökkviliðsgalla og reykköfunartæki sem nemendur fengu að prófa, setja á sig reykköfunargrímu og hjálm,  einnig var einn kennarinn  færður í allan búnaðinn .
Einnig var farið yfir sjúkrabúnað, kynnt var hvað væri í súrefnis- og bráðatöskunni,  einnig var tekinn blóðþrýstingur af nemendum og kennurum en  einnig var tekið hjartalínurit af áhugasömum nemendum.
Gaman var að sjá hvað nemendur og einnig kennarar voru áhugasamir að fræðast um búnaðinn og fannst gott að gera sér grein fyrir hvað þekking skiftir miklu máli.

Ólafur Ingi Jónsson