112

Fréttir

Hótel Keflavík rýmt vegna elds

Rýma þurfti Hótel Keflavík rétt rúmlega 11:00 í morgun vegna elds sem kom upp í þvottahúsi hótelsins. Talið er að eldur hafi komið út frá raflögnum sem lagðar voru í kerfislofti. Mikill reykur barst nánast um allt hótelið og unnu slökkviliðsmenn við það að reykræsta í dágóða stund. Loka þurfti líkamrætarstöðinni Lífstíl vegna mikillar lyktar sem myndaðist eftir brunann. Sjúkraflutningamenn frá B.S. fluttu tvo einstaklinga á HSS vegna óþæginda í öndunarvegi en ekki er talið að það sé alvarlegt.

Á sama tíma og slökkviliðsmenn voru við störf á hótelinu komu tvö útköll fyrir sjúkrabíla og því þurfti að kalla út auka mannskap. Undanfarna viku hefur verið mjög annasöm hjá starfsmönnum B.S. en útköllin eru komin vel yfir 50.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson, fréttamaður hjá Víkurfréttum.