112

Fréttir

Góður gangur í hreinsunarstörfum (Nýjar myndir í myndasafni)

Þeir starfsmenn sem í gær fóru í hreinsunarstörf við Eyjafjallajökul eru nú á leið heim. Að sögn Ingvars Georgssonar, eins starfsmannana sem lagði upp í leiðangur í gær, gekk allt mjög vel og náðist að hreinsa þó nokkra bæi. Hann talaði um að magnið af öskunni væri lyginni líkast og ljóst að mikil og erfið vinna sé framundan á hamfarasvæðinu. Byrjað var á bænum Hrútafelli svo lá leiðin í Eyvindarfell þar sem sá bær var hreinsaður sem og Eyvindarkirkja. Að lokum var bærinn Varmahlíð skolaður rækilega. Þríeykið var svo vaknað eldsnemma í morgun, tilbúnir í slaginn aftur. Á mánudag fer svo annar hópur og tekur upp þráðinn að nýju. Ingvar var með myndavélina á lofti og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Þið getið nálgast þær hér. 

Þær eru nokkuð magnaðar aðstæðurnar fyrir austan. Hér er verið að fylla á "Brúsann"