Fornámi lokið. Myndir komnar í myndasafn
Nú á dögunum lauk fornámi fyrir nýjustu meðlimi Brunavarna Suðurnesja en það stóð yfir allan marsmánuð. Strákarnir eru búnir að leggja mikið á sig á þessum tíma og hafa æft eins og skepnur. Hópurinn er nú orðinn þéttskipaður og vel mannaður en fjöldi starfsmanna hefur aldrei verið svo mikill en hann telur 39 manns. Hægt er að sjá brot af þeim æfingum og þrautum sem settar voru upp fyrir strákana í myndasafni.