Fornám 2010 hafið

Fyrir skömmu voru auglýstar lausar stöður í varaliði Brunavarna Suðurnesja. Mikil viðbrögð urðu við auglýsingunni en rúmlega 30 manns sóttu um. Að lokum voru sex menn ráðnir og þeir mættu í sína fyrstu kennslustund í fornáminu í gærkvöldi. Það er B.S. sem sér um námskeiðið fyrir Brunamálastofnun og starfsmenn B.S. sem leiðbeina. Fornámið er 80 kennslustundir þar sem farið er í helstu þætti sem snúa að starfi slökkviliðsmanna. Farið er í reykköfun, vatnsöflun, björgun úr bílum, eðli elds, froðu og margt fleira. Hópurinn var spenntur fyrir náminu þegar þeir mættu í gær en áætlað er að því ljúki í lok mars.Við bjóðum nýju strákana velkomna til starfa og óskum þeim góðs gengis á næstu vikum.
Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri og Eyþór Þórarinsson þjálfunarstjóri bjóða nýja menn velkomna á námskeiðið.