112

Fréttir

Eldvarnafræðslu lokið

25.11.2011
Í dag lauk eldvarnarviku grunnskólanna sem er samstarfsverkefni Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, TM, Mannvirkjastofnunarinnar,EBÍ, grunnskóla, Lionsklúbba og slökkviliðana á landinu. Farið var í alla grunnskóla sem tilheyra starfssvæði B.S. en þeir eru 8 talsins. Þar var börnunum afhent  ýmis gögn sem tilheyra eldvörnum s.s. bæklingur um Loga og Glóð en það eru félagar sem börnin kynntust í leikskólum en nú hefur leiðinlegur kappi bæst í hópinn en það er brennuvargurinn. Í þessum bækling er getraun sem börnin eiga að svara og skila til kennara sem síðan sendir til LSS en þar verður dregið úr innsendum lausnum og geta heppnir þátttakendur unnið til verðlauna sem síðan verða afhent á 112 deginum sem er 11 febrúar ár hvert. Einnig fá börnin vasaljós og rafhlöður í vasaljósin og rafhlöðu í reykskynjara en það er til að minna fólk á að það þarf að skipta um rafhlöður í reykskynjurum einu sinni á ári og er fyrsti í aðventu góður tími til þess. Lionklúbbarnir afhentu síðan börnunum litabækur sem er um þetta verkefni. Það var okkur mikil ánægja að sinna þessu verkefni og alveg aðdáunarvert hvað börnin voru stillt og góð. Það er síðan von okkar að foreldrar og/eða forráðamenn barnana vinni þetta verkefni með þeim, en í pakkanum er bæklingur sem heitir Eldvarnir handbók heimilisins sem er ætlaður foreldrum og/eða forráðamönnum barnanna. Þá er vert að minna foreldrar og/eða forráðamenn barna á notkun endurskinsmerkja nú í svartasta skammdeginu. Viljum við slökkviliðsmenn í lokin þakka forráðamönnum skólanna og sérstaklega nemendum fyrir góðar móttökur. Megum við öll njóta góðrar tíðar nú á aðventunni og gleðilegrar hátíðar ljóss og friðar.