112

Fréttir

Eldvarnaeftirlitsnámskeið II

Brunamálaskólinn á Ásbrú hélt í vikunni Eldvarnaeftirlitsnámskeið II. Var námskeiðið mjög vel sótt því það sóttu 26 slökkviliðsmenn frá 16 slökkviliðum allsstaðar af landinu  og  sendu Brunavarnir Suðurnesja fjóra menn frá sér á námskeiðið. Var farið í ýmsa þætti í eldvarnaeftirliti og upprifjun af síðasta námskeiði en aðalefnið á námskeiðinu voru yfirferðir á teikningum og lokaúttektir og sú vinna sem fylgja þeim. Var farið vel yfir allan skriflegan hluta þess en einnig var farið í vettvangsskoðanir og var meðal annars farið og skoðaðar efstu hæðir Turnsins í Kópavogi , Íþróttaakademíuna auk annarra bygginga. Kennari á námskeiðinu var Pétur Valdimarsson sérfræðingur frá Brunamálastofnun.