112

Fréttir

Eldvarnaátakið 2012

Eldvarnarvika 3. bekkinga.
 Dagana 23.-28. nóvember 2012 var haldin eldvarnavika í þriðju bekkjum grunnskólana á svæði Brunavarna Suðurnesja. Skólarnir eru 9 talsins en í ár bættist grunnskólinn í Sandgerði við. Verkefni þetta er samstarfsverkefni á vegum  LSS, TM, Mannvirkjastofnunar, EBÍ, slökkviliðana og grunnskólana. Slökkviliðsmenn hitta krakkana og fræða þau um eldvarnir og fara yfir bók sem þau fá afhenta,  en bókin er um þá búálfa Loga og Glóð, en þeim kynntust börnin  í leikskóla. Svo er í sögunni brennuvargur sem er einnig búálfur og heitir Vargur.  Einnig er í sögunni slökkviliðsfólk og fleiri góðir  aðilar. Í pakkanum sem börnin fá aftent er áðurnefnd bók, eldvarnarhandbók heimilana og endurskinsmerki, síðan gefur B.S . eina rafhlöðu í reykskynjara til að minna fólk á að skipta um rafhlöðu minnst einu sinni á ári. Í bókinni er getraun sem börnin vinna heima með foreldrum eða einhverjum fullorðnum sem þau síðan skila inn til kennara sem sendir getraunina til LSS og verður dregið úr innsendum lausnum og verðlaun afhent  einhverjum  heppnum  nemendum  sem fá verðlaunin afhent á 112 deginum 11.2.2013. Þegar börnin skila inn getrauninni þá fá þau „gulrót“ og einnig rafhlöður sem B.S. gefur. Eldvarnarvikan gekk vel og börnin voru afar áhugasöm um verkefnið.
Með von um slysalausa  hátið,
Jóhann Sævar
Eldvarnareftirlitsmaður.