112

Fréttir

Eldvarnaátakið 2010

Nú er eldvarnaátakið 2010 hafið. Átakið er samstarfsverkefni LSOS, Brunamálastofnunar, Tryggingarmiðstöðvarinnar, grunnskólanna og slökkviliðanna í landinu. Farið er í alla grunnskóla landsins og 3. bekkur heimsóttur með eldvarnafræðslu og er krökkunum afhent bók um slökkviálfana Loga og Glóð auk þess sem aðrir koma við sögu. Er í bókinni eldvarnagetraun sem krakkarnir skila síðan til LSOS og eru verðlaun afhent fyrir réttar lausnir á 112 deginum þann 11. febrúar næstkomandi. Einnig fá krakkarnir bókamerki, rafhlöðu í reykskynjara, upplýsingarrit og svo fá þau óvæntan glaðning þegar þau skila getrauninni. Síðan hefur heimsóknin endað með því að krakkarnir skoða slökkviliðsbíl og fá að prufa að sprauta úr brunaslöngu og hefur það vakið mikla lukku. Þeir Sigurður og Jóhann frá eldvarnaeftirlitinu munu frá 19 - 26.  nóvember fara í alla skólana á svæði Brunavarna Suðurnesja og hefur það gengið ljómandi vel til þessa. Einnig hafa Lionsmenn og Lionessur verið með þeim og hafa þau afhent krökkunum flottar litabækur sem innihalda eldvarnafræðslu. Er það von okkar að foreldrar krakkana skoði efnið vel með þeim  og að allir hafi gagn og gaman af.