112

Fréttir

Eldur í gömlu gripahúsi

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var um fjögurleytið í nótt kallað út vegna elds í gömlu gripahúsi í Grófinni. Í fyrstu var talið að eldurinn væri í Bílapartasölu á svipuðum slóðum en töluverðan reyk og lykt lagði yfir bæinn. Þegar á vettvang var komið var mikill eldur í suðurhluta hússins en eldtungur stóðu upp úr þakinu. Kalla þurfti út auka mannskap þar sem þörf var á tankbíl liðsins en engir brunahanar voru í nánd við brunastað. Slökkvistarf gekk vel og var að fullu lokið um 06:15 í morgun. Orsök eldsins eru ókunn en rafmagnstafla var í húsinu en ekki er vitað hvort straumur var að henni. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru á vettvang.

i