112

Fréttir

Eldur í Jökli við Básveg

Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út um sjöleytið í gær vegna stórbruna við Básveg 11 í Keflavík í gömlu fiskvinnsluhúsi kenndu við Jökul. Mikill reykur myndaðist og héldu menn að um mikinn eld væri að ræða en svo var þó ekki en það virtist sem að eldar hafi kveiknað á nokkrum stöðum. Þegar mest var voru 27 starfsmenn við vinnu og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins á mjög skömmum tíma. Húsið hefur staðið autt í mörg ár og er eldmatur ekki mikill. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hafa notað þetta húsnæði mikið undir æfingar og voru því vel undirbúnir þegar á hólminn var komið. Þetta er í annað sinn á tæpum sjö árum sem eldur kveiknar í þessu húsi en árið 2002 varð einnig bruni í húsinun en þá var enn starfsemi í húsinu. Aðeins tveir menn voru á stöð þegar útkallið barst frá Neyðarlínu þar sem þrír menn voru á leið úr Reykjavík þar sem flytja þurfti sjúkling á Slysadeild í Fossvogi eftr enn eitt slysið á Grænásgatnamótum.

Meðfylgjandi myndir tók Hlynur Ólafsson á brunavettvangi í gær og einnig eru fleiri myndir í myndasafni sem Hlynur tók og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.