112

Fréttir

Brunavarnir tóku þátt í opnum degi Keili

Í dag stóð Keilir fyrir opnum degi þar sem nemendur, kennarar og starfsmenn kynntu starfsemina á Háskólasvæðinu. Mikið var um að vera og starfsmenn Brunavarna létu sitt ekki eftir liggja og buðu gestum og gangandi upp á að skoða sjúkrabíl og körfubíl ásamt búnaði sem þessum bílum fylgja. Yngsta kynslóðin var ánægð með okkar menn en vinsælast var að fá að kveikja á sírenum og bláu ljósunum. Einnig voru á staðnum bílar frá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar, Lögreglunni og Björgunarsveitinni Suðurnes. Meðfylgjandi myndir tók Bjarni Rúnar Rafnsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.