112

Fréttir

Brunavarnir Suðurnesja á eldgosaslóðir í hreinsunarstörf

Í morgun lögðu þrír galvaskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn af stað austur fyrir fjall. Hreinsunarstarf er komið á fullt við gosslóðir undir Eyjafjallajökli og þar munu starfsmenn B.S. dvelja a.m.k. næstu vikuna og jafnvel lengur ef þörf krefur. Farið var á tankbíl slökkviliðsins en hann ætti að nýtast vel við þessar aðstæður. Menn voru í óða önn að týna til allan búnað sem taka átti með austur snemma í morgun áður en lagt var af stað. Stjórnendur B.S. buðu fram aðstoð fyrir nokkru síðan og það var svo núna í vikunni sem beiðni um aðstoð barst frá björgunaraðilum á svæðinu fyrir austan. Eins og áður sagði þá fóru þrír starfsmenn af stað í morgun en þeir verða við störf í dag og á morgun. Á mánudag taka svo aðrir þrír starfsmenn við keflinu og starfa fram á þriðjudagskvöld. Þriðji hópurinn verður svo mættur eldsnemma á miðvikudagsmorgun og verður alveg fram á fimmtudagskvöld. Við munum fylgjast vel með þessu hér á vefnum og von er á myndum í myndasafn á morgun.

Mikil þörf er á hreinsun við rætur Eyjafjallajökuls eftir gosið sem stóð frá 14. apríl til 24. maí