112

Fréttir

Brunavarnir með tvö gull

Laugardaginn 19. maí fór fram hið árlega Íslandsmót slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fram og að þessu sinni sáu starfsmenn HSU um skipulagningu mótsins. Keppt var í knattspyrnu, fitness, bekkpressu og borðtennis og sigruðu Brunavarnir Suðurnesja knattspyrnumótið nokkuð örugglega. Sturla Ólafsson sigraði svo keppni í bekkpressu en hann lyfti manna mest eða 175 kg og vann einnig á stigum en hann fékk 112,5 stig samanlagt. Mikil vonbrigði voru með SHS menn, en þeir eru í langstærsta liði landsins en þó mætti aðeins einn keppandi til leiks frá þeim. Mikil skömm að þessu verður að viðurkennast. En mótið var vel skipulagt og mjög skemmtilegt sem endaði svo á frábærum mat í húsi Karlakórs Selfoss.

Við hjá Brunavörnum Suðurnesja þökkum HSU fyrir frábært mót og hlökkum til að sjá menn á næsta ári en þá er hugmyndin að halda mótið á Akureyri.