112

Fréttir

Birtir yfir slökkvistöðinni

Langþráður draumur varðstjórana og slökkviliðsstjórans varð að veruleika en nú er búið að setja glugga á skrifstofur þeirra. Þessi hluti slökkvistöðvarinnar er hluti af þeirri byggingu sem var tekin í notkun árið 1967. Litlar breytingar hafa verið gerðar á henni síðan þá en nú skín dagsljósið loks inn á skrifstofu slökkviliðsstjórans og á varðstofuna ásamt því að ferska loftið á nú auðveldara með að komast inn. Lengi vel var það í umræðunni að ný slökkvistöð yrði byggð en eftir hrunið varð ljóst að bið yrði á því. Undanfarið hefur því verið unnið að því að bæta aðstöðuna eins og kostur gefst og var þetta eitt lítið skref í þeirri bót. Hér fyrir neðan má sjá iðnaðarmenn vinna að því að setja gluggana í.